Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Segir Ísland einnig ábyrgt á mannlegum hörmungum Afgana

18.01.2022 - 17:17
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir rúmlega helming Afgana þurfa á neyðaraðstoða að halda og landið sé á barmi hungursneyðar af mannavöldum.

Ísland beri líka ábyrgð með náinni samvinnu við stjórnvöld þar í tæpa tvo áratugi á vettvangi NATO og Sameinuðu þjóðanna.

„Rúmlega helmingur Afgana, tæplega 25 milljón manns, þarf á neyðaraðstoð að halda núna og þau hafa ekki hugmynd um það hvaðan næsta máltíðin kemur. Eins og alltaf þjást börnin mest og deyja fyrst,“ sagði Þórunn á Alþingi í dag.

„Það hefði mátt afstýra þessum hörmungum. Þær eru mannanna verk og á þeim ber Ísland líka ábyrgð.“