Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Heræfingar hefjast brátt í Hvíta-Rússlandi

18.01.2022 - 19:37
epa09693069 A handout photo made available by the Belarus Defence Ministry press service shows Russian military vehicles arrive for Russia and Belarus joint military drill 'Union resolve 2022' in Belarus, 18 January 2022. The joint military exercises of the armed forces of Russia and Belarus 'Allied Resolve - 2022' will be held from February 10 to 20. Joint maneuvers between Russia and Belarus will take place against the backdrop of 'the ongoing militarization of European countries.' According to Belarusian President Alexander Lukashenko, the military will work out 'opposition to the forces of the West - the Baltic states and Poland - and the south - Ukraine'.  EPA-EFE/BELARUS DEFENCE MINISTRY PRESS SERVICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BELARUS DEFENCE MINISTRY PRESS S
Rússneskir hermenn hefja brátt æfingar í Hvíta-Rússlandi, nálægt landamærum Úkraínu, Póllands og Litáens. Þeim er ætlað að verjast herliði þessara landa, að sögn forseta Hvíta-Rússlands. Rússar neita frekari viðræðum fyrr en Bandaríkjamenn hafa svarað kröfum um minni herumsvif.

Spennan milli Rússlands og vesturveldanna, sem hefur farið vaxandi vegna aukinna herflutninga Rússa að landamærum Úkraínu, minnkaði ekki við það að Alexander Lukashenko forseti Hvíta-Rússlands tilkynnti um sameiginlegar heræfingar með Rússum í Hvíta-Rússlandi. Og það aðallega í suður- og vesturhluta landsins, sem liggur annars vegar að Úkraínu, og hins vegar að NATO-ríkjunum Póllandi og Litáen.

„Þessar heræfingar ættu ekki að koma Hvítrússum við. Þær ættu að snúast um venjulegar heræfingar sem beinast að því að verjast herliði úr vestri; frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og úr suðri, frá Úkraínu,“ sagði Lukashenko á blaðamannafundi í morgun.

Rússneskir hermenn eru þegar farnir að streyma til Hvíta-Rússlands en æfingarnar eiga að hefjast í febrúar.

Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hét því á fundi með utanríkisráðherra Úkraínu í gær að Þjóðverjar myndu gera allt til að tryggja öryggi Úkraínu og Evrópu. Hún ræddi svo við Sergej Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í Moskvu í dag. „Á undanförnum vikum hafa yfir 100.000 rússneskir hermenn safnast fyrir með skriðdreka og þungavopn nálægt Úkraínu án nokkurrar augljósrar ástæðu. Það er erfitt að líta ekki á það sem ógn,“ sagði Baerbock að loknum fundinum.

Rússar neita hins vegar frekari viðræðum fyrr en kröfu þeirra um minni NATO-hernað hefur verið svarað. Lavrov sagði tilgangu fundarins skipta máli: „Ef við hittumst til þess eins að [Volodymyr] Zelensky forseti [Úkraínu] geti endurtekið að hópur virtra leiðtoga hafi hist að hans frumkvæði og að því leyti líti hann á verk sitt sem fullkomnað þá þurfum við þess ekki með.“

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV