Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Geta sótt um viðspyrnustyrk vegna tekjumissis

18.01.2022 - 10:58
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Eigendur veitinga- og öldurhúsa sem orðið hafa fyrir tekjumissi vegna sóttvarnaaðgerða geta sótt um viðspyrnustyrk að hámarki 10-12 milljónir króna hver, segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti þessar aðgerðir í morgun. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi við Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þórdís segir að áætlað sé að kostnaður við þessar aðgerðir verði í kringum 1,5 milljarður króna. 

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Arnar Björnsson