Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tveir af sjö gjörgæslusjúklingum í öndunarvél

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Tveir af þeim sjö sjúklingum, sem liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19, eru í öndunarvél. Fjöldi sjúklinga með COVID hefur haldist óbreyttur um helgina eða 45. Af þeim rúmlega átta þúsund sem eru í eftirliti hjá COVID-göngudeildinni er einn merktur rauður en það þýðir að innlögn er líkleg. 159 þurfa mögulega að fara í skoðun en aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Af gjörgæslusjúklingunum sjö eru fjórir óbólusettir og þrír hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni.

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV