Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Alfreð og félagar með fullt hús

epa09689679 Germany's coach Alfred Gislason reacts during the Men's European Handball Championship preliminary round match between Germany and Austria in Bratislava, Slovakia, 16 January 2022.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA - RÚV

Alfreð og félagar með fullt hús

16.01.2022 - 19:11
Þýskaland sem spilar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar er með fullt hús stiga á D-riðli á EM karla í handbolta. Liðið mætti Austurríki nú síðdegis og vann með fimm mörkum, 34-29.

Austurríkismenn skoruðu reyndar fyrstu þrjú mörk leiksins en Þjóðverjar jöfnuðu 5-5 og náðu svo forystunni. Eftir það var jafnt á flestum tölum en Austurríki marki yfir í leikhléi, 16-15. 

Þýskaland byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði þriggja marka forystu en Austurríki minnkaði muninn aftur niður í eitt mark. Þjóðverjar reyndust hins vegar sterkari og unnu eins og fyrr segir. 

Liðið er nú með fjögur stig á toppi D-riðils en Pólland getur jafnað það að stigum með sigri á Hvít-Rússum í seinni leik riðilsins nú í kvöld.