Austurríkismenn skoruðu reyndar fyrstu þrjú mörk leiksins en Þjóðverjar jöfnuðu 5-5 og náðu svo forystunni. Eftir það var jafnt á flestum tölum en Austurríki marki yfir í leikhléi, 16-15.
Þýskaland byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði þriggja marka forystu en Austurríki minnkaði muninn aftur niður í eitt mark. Þjóðverjar reyndust hins vegar sterkari og unnu eins og fyrr segir.
Liðið er nú með fjögur stig á toppi D-riðils en Pólland getur jafnað það að stigum með sigri á Hvít-Rússum í seinni leik riðilsins nú í kvöld.