Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin

epa03880137 US actor Alec Baldwin (L) and his daughter US model Ireland Baldwin (R) arrive for the 65th Primetime Emmy Awards held at the Nokia Theatre in Los Angeles, California, USA, 22 September 2013. The Primetime Emmy Awards celebrate excellence in national primetime television programming.  EPA/MIKE NELSON
 Mynd: EPA

Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin

15.01.2022 - 01:08

Höfundar

Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.

Lögregla fór fram á það um miðjan desember að fá símann í hendur en deilur um lögsögu töfðu afhendingu hans. Talið er að síminn geymi mikilvægar upplýsingar og sönnungargögn í málinu.

Þess á meðal eru textaskilboð og tölvupóstar en Baldwin var einn framleiðenda myndarinnar og aðalleikari.

Talið er líklegt að hann hafi skipst á skilaboðum við vopnavörð myndarinnar um hvers konar vopn skyldi notað við tökuna þegar voðaskotið hljóp af og varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.

Baldwin afhenti lögregluyfirvöldum Suffolk-sýslu í New-Yorkríki símann en leikarinn býr þar. Allt það sem rannsókn á símanum leiðir í ljós verður afhent yfirvöldum í Nýju-Mexíkó þar sem atvikið átti sér stað í október. 

Baldwin var að æfa sig að beina skammbyssu að linsu tökuvélar 21. október síðastliðinn þegar skotið hljóp af. Enginn hefur enn verið ákærður vegna málsins en rannsakendur útiloka engan hlutaðeigandi í því samhengi, þeirra á meðal Baldwin.

Hann hefur alltaf staðhæft að hann hafi talið byssuna óhlaðna en að Hutchins hafi beðið hann að beina henni að sér meðan á æfingunni stóð. Baldwin fullyrðir einnig að hann hafi ekki tekið í gikkinn á byssunni. 

Tengdar fréttir

Norður Ameríka

Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust stefnir vopnabirgi

Kvikmyndir

Rannsakendum heimilað að gera síma Baldwins upptækan

Erlent

Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu

Erlent

Viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vel