Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Leikmaður Everton laus gegn tryggingu fram á miðvikudag

Mynd með færslu
 Mynd: Everton

Leikmaður Everton laus gegn tryggingu fram á miðvikudag

15.01.2022 - 02:45
Leikmaður breska úrvalsdeildarliðsins Everton verður áfram laus gegn tryggingu. Það er í þriðja sinn sem leikmaðurinn fær slíka framlengingu sem nú gildir til miðvikudagsins 19. janúar næstkomandi.

Breska götublaðið The Sun greinir frá þessu, nafngreinir leikmanninn ekki af lagalegum ástæðum en segir hann hafa verið handtekinn í júlí síðastliðnum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni.

Lögreglan á Manchester-svæðinu staðfestir við blaðið að trygging leikmannsins hafi verið framlengd. Frá því var greint í október að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, væri laus gegn tryggingu til 16. janúar.

Þá var hann heldur ekki nafngreindur í breskum fjölmiðlum en í yfirlýsingu frá Everton 20. júlí kom fram að leikmaður liðsins hefði verið sendur í leyfi vegna yfirstandandi lögreglurannsóknar.

Gylfi hefur hvorki verið valinn í íslenska landsliðið né verið í leikmannahópi Everton frá því málið kom upp. 
 

Tengdar fréttir

Íþróttir

Gylfi Þór laus gegn tryggingu til 16. janúar