EM í dag: Spánverjar halda titilvörninni áfram

epa09683402 Players of Spain celebrate after winning the Men's European Handball Championship preliminary round match between Spain and the Czech Republic in Bratislava, Slovakia, 13 January 2022.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA - RÚV

EM í dag: Spánverjar halda titilvörninni áfram

15.01.2022 - 08:00
Þriðji keppnisdagur Evrópumóts karla í handbolta er í dag. Mótið fer að þessu sinni fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Átta leikir verða spilaðir í annarri umferð fjögurra riðla og tveir þeirra verða sýndir beint á RÚV 2.

A-riðill

17:00 Norður-Makedónía - Svartfjallaland (RÚV 2)

19:30 Slóvenía - Danmörk

Slóvenar unnu Norður-Makedóníumenn í fyrsta leik 27-25 og Danir Svartfellinga 30-21. Fyrri leikur dagsins í riðlinum verður sýndur beint á RÚV 2. 

C-riðill

17:00 Frakkland - Úkraína

19:30 Króatía - Serbía 

Serbar höfðu betur gegn Úkraínumönnum í fyrstu umferð 31-23 og Frakkar unnu Króata 27-22.

E-riðill

17:00 Tékkland - Bosnía og Hersegóvína

19:30 Spánn - Svíþjóð (RÚV 2)

Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja unnu Tékka í fyrsta leik 28-26 og Svíar tóku Bosníu og Hersegóvínumenn örugglega 30-18. Seinni leikur dagsins í riðlinum verður sýndur beint á RÚV 2. 

F-riðill

17:00 Slóvakía - Litháen

19:30 Noregur - Rússland

Slóvakar töpuðu með tíu mörkum fyrir Norðmönnum í fyrsta leik 35-25 og Rússar höfðu betur gegn Litháen 29-27. 

Ísland mætir Hollandi á morgun í öðrum leik liðsins á mótinu.