Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir

epa09679647 Novak Djokovic of Serbia is seen during a training session at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 12 January 2022.  EPA-EFE/JAMES ROSS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir

15.01.2022 - 00:27
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er í haldi ástralska yfirvalda þar til dómstólar taka mál hans um leyfi til áframhaldandi dvalar í landinu fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í dag.

Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst þar í landi 17. janúar en þangað var Djokovic kominn til að verja titil sinn. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, sakar áströlsk stjórnvöld um illa meðferð á Djokovic og að öll serbneska þjóðin standi við bakið á honum. 

Málið verður tekið fyrir með morgninum en því er haldið fram að tennisleikarinn, sem er óbólusettur gegn COVID-19, hafi þess vegna ekki heimild til að dvelja í landinu. Því er einnig haldið fram að vera Djokovic í Ástralíu styrki andstöðu gegn bólusetningum. 
 

Tengdar fréttir

Tennis

Djokovic vísað úr landi í Ástralíu

Tennis

Djokovic braut sóttvarnarreglur

Tennis

Engin endanleg ákvörðun í máli Djokovic í dag

Tennis

Djokovic óbólusettur - Fékk aldrei loforð um inngöngu