Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Djokovic bíður enn niðurstöðu

epa09679554 A person walks past an image of Serbian tennis player Novak Djokovic on a wall at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 12 January 2022. Djokovic, who is the number one tennis player in the world, waits to learn if his visa will be cancelled.  EPA-EFE/JAMES ROSS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Djokovic bíður enn niðurstöðu

15.01.2022 - 05:45
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.

Dómari hyggst taka málið fyrir á morgun sunnudag en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst á mánudag. Djokovic er sagður vongóður um að dómarinn snúi málinu honum í vil svo hann geti varið titill sinn á mótinu.

Tennisleikarinn hefur ekki verið bólusettur gegn COVID-19 en taldi sig mega heimsækja Ástralíu vegna nýlegrar sýkingar. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu en áströlsk stjórnvöld segja hann hafa brotið sóttvarnalög.

Öllum keppendum á Opna ástralska ber að vera bólusettir en skipuleggjendur mótsins veittu Djokovic undanþágu frá því. Því er einnig haldið fram að vera Djokovic í Ástralíu styrki þá í sessi sem berjast gegn bólusetningum. 

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Djokovic í haldi uns mál hans verður tekið fyrir

Tennis

Djokovic vísað úr landi í Ástralíu

Tennis

Djokovic braut sóttvarnarreglur

Tennis

Djokovic: Glaður og þakklátur