1.200 smit greindust í gær

15.01.2022 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - Rúv
1.143 greindust með covid innanlands í gær og 57 á landamærunum, samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Samanlagt greindust því tólf hundruð smit í gær og þar af var tæplega helmingur í sóttkví, 575 manns.

Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum eru nú 8.400 manns í einangrun með covid og 11.727 í sóttkví eftir samskipti við fólk með covid.

Tölfræði á vef almannavarna er ekki uppfærð um helgar og því er óljóst hvernig nánari skipting smita er og hversu mörg sýni voru tekin í gær.