Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Segja sýndarárás Rússa yfirvofandi í Úkraínu

14.01.2022 - 21:26
In this undated handout photo released by Ukrainian Foreign Ministry Press Service, the building of Ukrainian Foreign Ministry is seen during snowfall in Kyiv, Ukraine. Ukrainian officials and media reports say a number of government websites in Ukraine are down after a massive hacking attack. While it is not immediately clear who was behind the attacks, they come amid heightened tensions with Russia and after talks between Moscow and the West failed to yield any significant progress this week. (Ukrainian Foreign Ministry Press Service via AP)
 Mynd: AP - Utanríkisráðuneyti Úkraínu
Bandaríkjastjórn telur Rússa þegar búna að koma skemmdarverkamönnum fyrir í Úkraínu. Þeirra hlutverk er að sögn Bandaríkjamanna að hrinda af stað sýndaraðgerð sem notuð verður til að réttlæta innrás Rússa í landið. Fregnir bárust af því fyrr í dag að umfangsmikil árás hafi verið gerð á tölvukerfi úkraínskra stjórnvalda.

Að sögn AFP fréttastofunnar bendir allt til þess að Rússar hafi staðið að baki þeim árásum. Þá herma heimildir Guardian að flutningar séu hafnir á herbúnaði austast úr Rússlandi til vesturs.

Jen Psaki, talskona Hvíta hússins í Bandaríkjunum, sagði á blaðamannafundi í dag að Rússar hafi komið hermdarverkamönnum fyrir í Úkraínu sem eiga að gera árásir á vopnaðar sveitir sem njóta stuðnings Rússlands. 

Illa hefur gengið að miðla málum á milli Úkraínu og Rússlands þrátt fyrir fjölda tilrauna undanfarið. Verulega stirt er á milli ríkjanna eftir innlimun Rússa á Krímskaga og flutning rúmlega 100 þúsund rússneskra hermanna að landamærum Úkraínu.

Aukinn falsfréttaflutningur

Guardian hefur eftir bandarískum embættismanni að Rússar hafi fært falsfréttaflutning á samfélagsmiðlum í aukana undanfarið, og stefnan sé hjá rússneskum stjórnvöldum að gera sýndaraðgerðina nokkrum vikum fyrir innrás í landið. Dimitry Peskov, talsmaður rússneska forsetaembættisins, hafnar þessum fullyrðingum alfarið og segir þær með öllu ósannaðar. 

Ráðist var fjölda vefsetra hins opinbera í Úkraínu síðastliðna nótt. Ekki hefur komið fram hverjir voru að verki en haft var eftir talsmanni úkraínskra stjórnvalda að Rússar hafi staðið að mörgum tölvuárásum að undanförnu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hét Úkraínu allri þeirr aðstoð sem stofnanir sambandsins gætu veitt til að leysa málið. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fordæmdi netárásirnar og sagði bandalagið og Úkraínu ætla að undirrita samkomulag um samstarf gegn netglæpum.