Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Örvunarskammtur Janssen öflugur gegn omíkron

FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Janssen bóluefnið gegn COVID-19 virðist gefa góða raun gegn alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Suður-afrísk rannsókn bendir til þess að líkur á spítalainnlögn vegna omíkron minnki um 85 prósent um einum til tveimur mánuðum eftir að einstaklingur hefur hlotið örvunarskammt af Janssen.

Rannsóknin er nokkuð umfangsmikil að sögn fréttastofu Reuters. Hún nær til nærri 480 þúsund heilbrigðisstarfsmanna sem allir höfðu hlotið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni Janssen. 236 þúsund þeirra, rétt tæplega helmingurinn, fékk örvunarskammt af Janssen. Í rannsókninni var litið til sjúkrahússinnlagna þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem höfðu smitast í fjórðu bylgjunni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að örvunarskammtur minnkar líkurnar á innlögn um 63 prósent fyrstu tvær vikurnar eftir örvunarskammt, og allt upp í 85 prósent  einum til tveimur mánuðum eftir örvunarskammt. 

Glenda Grey, formaður heilbrigðisrannsóknanefndar Suður-Afríku, kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi í dag. Hún sagði þetta fyrstu vísbendingarnar um virkni Janssen bóluefnisins gegn omíkron.
Suður-afrísk heilbrigðisyfirvöld hafa notað Pfizer bóluefnið í talsvert meiri mæli en Janssen. Janssen er hins vegar talið betur til þess fallið að nota á strjálbýlli svæðum vegna þess að aðeins þarf að gefa það í einum skammti.