Óli blés sigurbúbblunum

Mynd: RÚV / RÚV

Óli blés sigurbúbblunum

14.01.2022 - 21:28
Það var létt yfir mönnum í EM stofunni á RÚV eftir 28-24 sigur Íslands á Portúgal á EM karla í handbolta í kvöld. Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði blés sápukúlum í leikslok.

„Já, ég hef bara eitt að segja. Það er bara þessi gæji,“ sagði Ólafur og blés sápukúlum í myndverinu. „Þetta eru bara sigurbúbblur,“ sagði Dagur Sigurðsson.

„Þetta var stórkostlegur leikur í heildina. Ómar Ingi [Magnússon] mjög góður og Gísli [Þorgeir Kristjánsson] tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Margt mjög jákvætt. Við fengum Viggó [Kristjánsson] inn í lokin. Viktor Gísli [Hallgrímsson] kemur inn í lokin með frábærar vörslur. Þannig það var margt jákvætt í þessu. Varnarleikurinn hélt meira og minna allan tímann. Þeir voru að reyna að troða inn á línumanninn allan tímann. Þeir gerðu það bara nokkuð vel. Þeir voru líka að stíga á línuna nokkrum sinnum fyrir okkur. Það var ekkert verra. En heilt yfir mjög gott. Mjög góð byrjun á mótinu,“ sagði Dagur Sigurðsson.