Forsætisráðherra Svíþjóðar með COVID-19

14.01.2022 - 09:23
epa09563839 Sweden's Minister of Finance Magdalena Andersson delivers a speach after being elected to party chairman of the Social Democratic Party, at the Social Democratic Party congress in Gothenburg, Sweden, 04 November 2021.  EPA-EFE/Adam Ihse  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Andersson, hefur greinst með COVID-19. Líðan hennar er sögð góð og mun hún sinna vinnu sinni að heiman.

Þá hafa talsmaður Græningja, Per Bolund og formaður Miðflokksins Annie Lööf, einning greinst jákvæð eftir þátttöku í leiðtogaumræðum á sænska þinginu á miðvikudag. Þau tóku einnig þátt í fundi, ásamt forsætisráðherra og öðrum flokksleiðtogum, seinna sama dag. 

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir