David Bowie - Ziggy Stardust

Editorial use only
Mandatory Credit: Photo by REX/Shutterstock (6318843q)
David Bowie performing as Ziggy Stardust, with Trevor Bolder and Mick Ronson, on Granada TV series 'Lift Off' - c 1972
'Lift Off' TV Series - 1972
 Mynd: Rás 2

David Bowie - Ziggy Stardust

14.01.2022 - 20:39

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars (oftast bara kölluð Ziggy Stardust) og er fimmta stúdíóplata David Bowie.

Platan verður 50 ára í sumar en hún kom út 16. júní 1972 á vegum RCA Records. Bowie og Ken Scott eru skráðir saman sem upptökustjórar en á plötunni er með honum Spiders from Mars bandið; Mick Ronson (gítar), Trevor Bolder (bassi) og Mick Woodmansey (trommur).

Flest laganna voru samin á sama tíma og lögin sem kom út á plötunni á undan, Hunky Dory sem kom út 1971. Upptökur á Ziggy Stardust hófust 1971 en héldu svo áfram og kláruðust snemma árs 1972.
Ziggy Stardust er einskonar lausbeisluð konsept plata og rokkópera sem hverfist um kynlausu geimveruna og rokkstjörnuna Ziggy Stardust sem var send til jarðarinnar í þeim tilgangi að bjarga okkur mannfólkinu frá sjálfseyðingu.

Ziggy gengur ágætlega ætlunarverk sitt en svo er það egóið sem verður honum að falli á endanum. Bowie sótti innblástur í karakterinn í hina ýmsu áhrifavalda sína. T.d. Iggy Pop og Vince Taylor sem var talsverð stjarna víða í Evrópu árin í kringum 1960. Bowie sagði oft að Vince Taylor væri stærsta og aðal fyrirmynd Ziggy Stardust.

Ziggy platan er einn af bautasteinum rokksögunnar. Músíkin var fyrir löngu síðan skilgreind sem Glam-rokk og frum-pönk. Hvað sem við köllum þetta þá er þessi plata algjör snilld - þetta er frábær plata og ekki bara ein besta plata Bowie?s - heldur ein besta plata rokksögunnar.

Platan náði ekki hærra en í 5. sæti í Bretlandi á sínum tíma og 75. sæti í Bandaríkjunum. En það er á hreinu að útvarpsstöðvar um allan heim eiga eftir að fagna hálfrar aldar afmælis plötunnar í sumar.

Dimma - Ljósbrá
STEBBI JAK Á LÍNUNNI - AFMÆLI Í DAG
Skunk Anansie - Twisted (Everyday hurts)
David Bowie - Suffragette city (plata þáttarins)
*Hellacopters - I´m in the band
ATLI HERGEIRSSON Á LÍNUNNI- KISS ARMY ICELAND
Kiss Army Iceland Podcasters - Naked city
David Bowie - Five years (plata þáttarins)
Muse - Won´t stand down
Fontains DC - Jackie down the line
Jack White & Wanda Jackson - Shakin all over
David Bowie - Lady stardust (plata þáttarins)

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Black Sabbath - Paranoid

Popptónlist

Slade - Till deaf do us Part

Popptónlist

David Bowie - Hunky Dory

Popptónlist

Suede - Dog Man Star