Danir kalla á „Íslendinginn“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Danir kalla á „Íslendinginn“

14.01.2022 - 14:35
Hans Óttar Lindberg (Tómasson) hefur verið kallaður inn í danska landsliðshópinn á EM karla í handbolta vegna meiðsla Johan Hansen.

Hans sem er fertugur og á íslenska foreldra er einn reynslumesti leikmaður Dana. Hann á að baki 272 landsleiki og í þeim 756 mörk. Hann varð heimsmeistari með danska liðinu 2019 og Evrópumeistari 2008 og 2012. 

Hans Óttar spilar með Füchse Berlín í Þýskalandi og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. 

Danir unnu níu marka sigur á Svartfellingum í fyrsta leik sínum á mótinu í gær og mæta Slóvenum á morgun.