Biðja drottningu afsökunar á partýstandi

14.01.2022 - 12:44
epa04739941 British Prime Minister David Cameron's cat, Chief Mouser to the Cabinet Office, Larry, sits on the doorstep of The British Prime Minister's London residence, at 10 Downing Street in central London, England, 09 May 2015. The resident
 Mynd: EPA
Forsætisráðuneyti Bretlands hefur sent afsökunarbeiðni til Buckingham hallar vegna tveggja starfsmannateita sem haldin voru að Downingstræti 10 16. apríl í fyrra, kvöldið fyrir jarðarför Filippusar Bretaprins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar. Starfsfólk ráðuneytisins skemmti sér fram undir morgun.

The Telegraph greindi fyrst frá partýstandinu. Talsmaður ráðuneytisins segir mjög miður að partýin hafi verið haldin á sama tíma og þjóðin var að syrgja prinsinn, að því er fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins, BBC

Boris Johnson, forsætisráðherra, mætti ekki í veislurnar en hann situr undir mikilli gagnrýni því hann mætti til garðveislu með starfsfólki sínu í maí 2020, á sama tíma og strangar sóttvarnareglur voru í gildi.