Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

70 afganskir flóttamenn til viðbótar fá hæli

14.01.2022 - 15:52
epa09420841 A handout photo made available by Iranian Red Crescent shows Afghan refugees gather in Iran-Afghanistan border in Sistan-Blochestan province, south-eastern Iran, 16 August 2021 (issued 19 August 2021). According to Iranian Red Crescent official website, after Taliban took-over the rule in Afghanistan, some Afghan refugees fled to the Iranian borders hoping to enter to Iran. Reports state refugees were sent back to Afghanistan the next day after getting food and help.  EPA-EFE/MOHAMMAD JAVADZADEH HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA - RÚV
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti allt að 70 afgönskum flóttamönnum, aðallega einstæðum mæðrum og börnum þeirra, til viðbótar við þá 78 sem komu til landsins fyrir jól. 

Samþykkt var á fundi ríksistjórnarinnar í morgun að tekið yrði á móti þrjátíu og fimm til sjötíu flóttamönnum vegna ástandsins sem ríkir í Afganistan í kjölfar valdatöku talibana en erfitt er að meta nákvæman fjölda þeirra sem að lokum kemur því hann fer eftir fjölskyldusamsetningu. Í fyrra var tekið á móti 78 afgönskum flóttamönnum vegna ólgu og upplausnar í landinu en staðan þar fer versnandi að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra. 

„Síðan erum við að fá fréttir af því að konur sem eru einstæðar, eiga ekki eiginmann eða föður, að það sé mjög  þrengt að þeirra mannréttindum þannig að við viljum gera okkar til þess að geta komið til móts við þetta og boðið fleirum að koma þar sem við munum þá horfa til einstæðra kvenna sem hafa einhver tengsl við landið og barna þeirra. “

Hann segist ekki geta svarað því hvenær von sé á fólkinu til landsins en flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra tillögur ríkisstjórnarinnar. Eins vill hann ekkert segja um það hvort von sé á að tekið verði á móti enn fleirum. 

„Við í rauninni stigum stórt skref í ágúst og rum að taka frekari skref núna. Það til þess að bregðast við þessari stöðu, af því staðan hefur breyst, en ég vil ekkert um það segja hvað gerist í framtíðinni.“