Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Jarðskjálfti og eftirskjálftar í Bárðabungu

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti 3,2 að stærð varð tæpa tvo kílómetra norður af Bárðarbungu í Vatnajökli laust fyrir klukkan sjö í morgun. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, allir undir 2 á stærð.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálftana ekki benda til gosóróa en líklegra sé að eldstöðvakerfið sé enn að jafna sig eftir eldgosið úr Holuhrauni 2014, sem er innan Bárðabungu eldgosakerfisins.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir