Fréttir: Landlæknir vill að sóttvarnir verði hertar

13.01.2022 - 12:12
Landlæknir segir brýnt að þjóðfélagið hægi á sér. Hertar aðgerðir skili auknu öryggi. Skýrt hafi komið fram í aðgerðum í fyrstu bylgju að ekki dragi aðeins úr covid-smitum heldur smitum almennt og slysum sem dragi þá úr álagi á sjúkrahús landsins og heilbrigðiskerfið allt.

Ný skoðanakönnun sem birtist í Lundúnablaðinu The Times í dag bendir til þess að Verkamannaflokkurinn njóti stuðnings umtalsvert fleiri kjósenda en Íhaldsflokkurinn ef kosið yrði til breska þingsins nú. 

Stjórn Festar hyggst endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins vegna máls Vítalíu Lazarevu. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður, sagði af sér eftir að málið varð opinbert en stjórnin gat ekkert aðhafst þegar henni bárust fyrst fregnir af málinu.

Nærri fimm þúsund íbúðir eru í byggingu á landinu. Kórónuveirufaraldurinn hafur valdið miklum seinkunum á framleiðslu og flutningi aðfanga hingað til lands. Almennt hefur það þó ekki valdið töfum á afhendingu íbúða, segir segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segist ekki vilja kísilverksmiðjuna í Helguvík og þykir leitt að hún hafi ekki verið seld úr landi eins og til stóð um tíma. 

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á nuddstofu sinni fyrir áratug. Hann nýtti rétt sinn til að tjá sig ekki um sakargiftir í skýrslutöku sinni fyrir dómi og lýsti því yfir að hann hefði ekki komið við brjóst eða kynfæri konunnar á óviðeigandi hátt.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV