Keflavík vann Suðurnesjaslaginn

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Keflavík vann Suðurnesjaslaginn

12.01.2022 - 22:10
Boðið var upp á Suðurnesjaslag í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Keflavík og Njarðvík mættust. Keflvíkingar höfðu að endingu betur, 63-52.

Leikurinn var í járnum þegar flautað var til hálfleiks og staðan 29-28 fyrir Keflavík. Keflvíkingar mættu hins vegar með allt í botni í þriðja leikhluta og að honum loknum voru þær 47-33 yfir. Njarðvíkingar söxuðu á í fjórða og síðasta leikhluta en það var Keflavík sem hafði að endingu betur, 63-52. Keflavík er nú í fjórða sæti deildarinnar en Njarðvík situr í öðru sæti.

Daniela Wallen Morillo skoraði mest Keflvíkinga, 20 stig alls, auk þess sem hún tók 9 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Aliya Collier skoraði 14 stig fyrir Njarðvík.