Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 nærri Öskju

Mynd með færslu
 Mynd: Bergur Einarsson og Benedikt G.
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð þann klukkan hálf fimm í nótt um 6 km vestur af af Dreka, nærri Öskju. Á síðasta ári mældist landris við Öskju frá ágúst fram í nóvember, en hægði svo verulega á því í desember. Skjálftinn er ekki talinn fyrirboði eldgoss.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur, segir erfitt hafa reynst að mæla landrisið yfir hávetur, en ekki hefur tekist að virkja GPS-mælitæki þeirra síðan 20. desember. Bjarki segir land enn rísa á svæðinu, en það sé töluvert hægara ris en milli ágúst og nóvember á síðasta ári.

Veðurstofan fylgist vel með skjálftavirkni við eldstöðina, en ekki er talið að skjálftinn í morgun sé fyrirboði eldgoss úr Öskju. Skjálftar eru tíðir á svæðinu, en ef óvenju tíðir eða óvenju stórir skjálftar færu mælast í kjölfarið gætu það verið vísbendingar um að eldstöðin væri að vakna til lífsins.