Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Djokovic braut sóttvarnarreglur

epa09678480 Novak Djokovic of Serbia during a practice session ahead of the Australian Open, at Melbourne Park in Melbourne, Victoria, Australia, 11 January 2022.  EPA-EFE/KELLY DEFINA / POOL  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - GETTY IMAGES POOL

Djokovic braut sóttvarnarreglur

12.01.2022 - 09:07
Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis og einn þriggja sigursælustu tenniskarla allra tíma viðurkennir brot á sóttvarnarreglum í síðasta mánuði. Djokovic smitaðist af kórónuveirunni um miðjan desember, en fór samt og hitti franskan blaðamann og veitti honum viðtal tveimur dögum eftir að hann greindist.

Djokovic viðurkennir þetta nú, en segist þó hafa borið grímu allan tímann og haldið fjarlægð á meðan viðtalinu stóð. Hann hafi aðeins tekið grímuna af sér í stutta stund fyrir myndatöku. Franski blaðamaðurinn Franck Lamella hjá L'Equipe staðfestir frásögn Djokovic um málavexti.

Ramella segist jafnframt hafa fengið fyrirmæli um að spyrja Djokovic ekki hvort hann væri bólusettur og ekkert út í Opna ástralska meistaramótið í tennis. Hann hafi því ekki þorað að spyrja Djokovic heldur hvort hann hefði verið skimaður fyrir viðtalið.

Djokovic hefur mikið verið í fréttum að undanförnu. Hann er nú kominn til Melbourne í Ástralíu þar sem hann freistar þess að vinna meistaratitilinn í einliðaleik í tíunda sinn. Áströlsk yfirvöld hafa sett sem skilyrði að engir komi óbólusettir inn í landið nema með læknisfræðilegum undantekningum. Djokovic hélt því óbólusettur af stað til Ástralíu í lok síðustu viku þar sem hann var með staðfestingu á nýlegri COVID-19 sýkingu. Engu að síður var honum ekki hleypt yfir landamærin og úr varð mikið mál. Hann kærði hins vegar þá niðurstöðu að fá ekki að koma inn í landið og vann það mál fyrir rétti á mánudag.

Djokovic er því nú við undirbúning í Melbourne fyrir Opna ástralska meistaramótið sem hefst á mánudag.