Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Chelsea komið í úrslit enska deildarbikarsins

epa09681224 Antonio Rudiger of Chelsea celebrates after scoring the 1-0 lead during the English Carabao Cup semi final, second leg soccer match between Tottenham Hotspur and Chelsea FC in London, Britain, 12 January 2022.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Chelsea komið í úrslit enska deildarbikarsins

12.01.2022 - 22:29
Chelsea er komið í úrslit enska deildarbikarsins eftir 1-0 sigur á Tottenham í seinni leik liðanna sem fór fram á heimavelli Tottenham í kvöld.

 

Chelsea vann fyrri leikinn, sem spilaður var í síðustu viku, 2-0 og liðið var ekki lengi að koma sér í forystu í kvöld. Það var Antonio Rudiger sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu frá Mason Mount og vandræðagang hjá Pierluigi Gollini í marki Tottenham.

Ekkert gekk hjá Tottenham að jafna þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir og rangstætt mark frá Harry Kane sem var dæmt af. Lokatölur 1-0, samanlagt 3-0, og Chelsea komið í úrslitaleikinn þar sem það mætir annað hvort Liverpool eða Arsenal. Það kemur ekki í ljós hver andstæðingurinn verður fyrr en í næstu viku en fresta þurfti viðureign liðanna í síðustu viku vegna Covid-19 smita. Fyrri leikur þeirra verður spilaður á morgun á sá seinni í næstu viku.

Einn leikur fór svo fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. West Ham og Norwich mættust í London og Jarrod Bowen kom Hömrunum yfir með marki á 42. mínútu, 1-0 í hálfleik. Hann var svo aftur á ferðinni á 83. mínútu þegar hann skoraði annað mark og innsiglaði 2-0 sigur West Ham sem er komið upp í 4. sæti deildarinnar. Norwich situr sem fastast á botninum.