1-1 jafntefli í vináttuleik á móti Úganda

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

1-1 jafntefli í vináttuleik á móti Úganda

12.01.2022 - 16:21
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Úganda en liðið er í 82. sæti styrkleikalista FIFA. Eftir góða byrjun íslenska liðsins var 1-1 jafntefli niðurstaðan.

 

Leikurinn er utan alþjóðlegs leikjadagatals FIFA sem þýðir að lið Íslands er að stærstum hluta skipað leikmönnum sem spila með félagsliðum í Skandinavíu á Íslandi. Sex nýliðar voru í byrjunarliðinu í dag og reyndustu leikmenn liðsins voru þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingi Traustason en Arnór var fyrirliði liðsins.

Það var svo Jón Daði sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega fimm mínútna leik þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Viðari Ara Jónssyni í netið, 1-0. Eftir um hálftíma leik fengu Úgandamenn vítaspyrnu og úr henni skoraði Patrick Kaddu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. 

Ísland mun svo mæta Suður-Kóreu 15. janúar í öðrum vináttuleik.