San Francisco var fyrsta stórborgin til að krefjast framvísunar bólusetningarvottorðs af gestum veitinga- og kaffihúsa Mynd: epa
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gærkvöld að 1.130.000 manns hefðu greinst með COVID-19 í gær. Aldrei fyrr hafa svo mörg smit greinst í einu landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins, samkvæmt frétt Reuters.
Smittölur eru iðulega iðulega hærri á mánudögum en öðrum dögum vikunnar. Það er tilfellið í Bandaríkjunum, þar sem sum ríki skila ekki smittölum um helgar.
Meðalfjöldi smita í Bandaríkjunum hefur verið í kringum 700.000 á dag upp á síðkastið og eru nú þrefalt fleiri en síðustu vikuna fyrir jól. Er það fyrst og fremst rakið til útbreiðslu omíkron-afbrigðis veirunnar. Fjöldi þeirra sem þarfnast sjúkrahúsinnlagnar vestra vegna COVID-19 hefur tvöfaldast á síðustu þremur vikum.