Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Yfir 1.100.000 smit greindust í Bandaríkjunum á mánudag

epa09426965 A QR code for proof of vaccination for indoor is displayed at Blackwood, a Thai-American fusion restaurant in the Marina District of San Francisco, California, USA, 23 August 2021. San Francisco is the first major city to require proof of full vaccination, rather that just partial vaccination for indoor dining, indoor bars or large events indoors. This mandate is citywide to prevent the spread of COVID-19.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
San Francisco var fyrsta stórborgin til að krefjast framvísunar bólusetningarvottorðs af gestum veitinga- og kaffihúsa Mynd: epa
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gærkvöld að 1.130.000 manns hefðu greinst með COVID-19 í gær. Aldrei fyrr hafa svo mörg smit greinst í einu landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins, samkvæmt frétt Reuters.

Smittölur eru iðulega iðulega hærri á mánudögum en öðrum dögum vikunnar. Það er tilfellið í Bandaríkjunum, þar sem sum ríki skila ekki smittölum um helgar.

Meðalfjöldi smita í Bandaríkjunum hefur verið í kringum 700.000 á dag upp á síðkastið og eru nú þrefalt fleiri en síðustu vikuna fyrir jól. Er það fyrst og fremst rakið til útbreiðslu omíkron-afbrigðis veirunnar. Fjöldi þeirra sem þarfnast sjúkrahúsinnlagnar vestra vegna COVID-19 hefur tvöfaldast á síðustu þremur vikum.