Siglufjarðarvegi lokað vegna elds í tengivagni

Mynd með færslu
 Mynd:
Siglufjarðarvegur er lokaður sem stendur eftir að eldur kviknaði í tengivagni á flutningabíl í kvöld. Unnið er að því að koma bílnum burt að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er vitað hvort eitthvað var í tengivagninum eða hvað það var, en vagninn var tiltölulega léttur.

Mjög hvasst er á vettvangi og líkur á að vagninn hafi brunnið mjög fljótt, en eftir stendur stálgrindin.

Gul veðurviðvörun er í gildi á vestanverðu landinu vegna hvassviðris og élja með tilheyrandi lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hlé er á viðvörunum um skeið í fyrramálið, en þær taka gildi á ný á sömu slóðum fyirr hádegi og verða í gildi fram á fimmtudag.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV