Kærkominn sigur Southampton

epa09502033 Southampton's James Ward-Prowse (C) celebrates with teammates after scoring the 1-1 during the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Southampton FC in London, Britain, 02 October 2021.  EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Kærkominn sigur Southampton

11.01.2022 - 21:47
Southampton fór upp í 11. sæti úr því fjórtánda í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld með öruggum sigri á Brentford, 4-1. Þetta var kærkominn sigur fyrir Southampton sem hafði aðeins unnið einn leik af síðustu átta í deildinni.

Jan Bednarek kom Southampton yfir á 5. mínútu en Vitaly Janelt jafnaði fyrir Brentford á 24. mínútu. Heimamenn komust aftur yfir á 37. mínútu þegar Ibrahimo Diallo skaut boltanum í stöngina og þaðan fór boltinn í markmanninn Alvaro Fernandez og af honum í markið, 2-1 sem var staðan í hálfleik.

Rétt eins og í fyrri hálfleik kom næsta mark Southampton á fimmtu mínútu mínútu þess seinni og þar var að verki Armando Broja. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Southampton hafði skorað þrjú mörk á heimavelli og varamaðurinn Che Adams bætti um betur og innsiglaði 4-1 sigur á 71. mínútu.

Southampton er í 11. sæti með 24 stig, sjö stigum frá Evrópusæti, og komst upp fyrir Brentford sem er í 13. sæti með 23 stig.