Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

epa02883993 Liverpool's Luis Suarez (R) vies for the ball with Bolton Wanderers' Gretar Steinsson (L) during their English Premier League soccer match at the Anfield stadium in Liverpool, north west Britain, 27 August 2011. Liverpool won 3-1.  EPA/LINDSEY PARNABY NO ONLINE/INTERNET USE WITHOUT A LICENSE FROM THE FOOTBALL DATA CO.LTD.
 Mynd: EPA

Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

11.01.2022 - 18:37
KSÍ hefur ráðið landsliðsmanninn fyrrverandi, Grétar Rafn Steinsson, í starf tæknilegs ráðgjafa knattspyrnusviðs. Grétar hætti á dögunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton þar sem hann stýrði leikmannakaupum og leikmannaþróun sl. þrjú ár.

Ráðning Grétars Rafns er tímabundin til sex mánaða og á vef KSÍ segir að með henni sé stigið metnaðarfullt skref í greiningarvinnu innan KSÍ, sem muni gagnast félagsliðum og öllum landsliðum, þar á meðal t.d. A landsliði kvenna fyrir úrslitakeppni EM í sumar.

Á meðal helstu verkefna Grétars Rafns eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu innan íslenskrar knattspyrnu almennt (landslið og félagslið), samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða og ábyrgð á þróun gagnagrunns sem heldur utan um gögn knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar lék 46 A-landsleiki fyrir Ísland og var atvinnumaður í Sviss, Hollandi, Tyrklandi og Englandi.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Grétar Rafn njósnar fyrir Everton

Innlent

Pétur Pétursson gagnrýnir Grétar Rafn

Fótbolti

Grétar Rafn leggur skóna á hilluna