Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tíu fórust í bjarghruninu í Brasilíu

10.01.2022 - 03:43
epa09674490 A handout photo made available by the Minas Gerais State Fire Department that shows the search and rescue work for victims of an accident in Lake Furnas, a tourist spot in the municipality of Capitolio in the state of Minas Gerais, Brazil, 08 January 2022. At least five people died and 20 are missing when a huge rocky wall of a canyon fell earlier on the same day on some tourist boats in a lake in the Brazilian state of Minas Gerais, which has suffered a heavy rainstorm in recent days.  EPA-EFE/Minas Gerais State Fire Department / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Minas Gerais State Fire Departme
Tíu manneskjur týndu lífinu þegar heljarmikið bjarg brotnaði úr klettavegg við stöðuvatn í Brasilíu á laugardag og féll á þrjá báta sem þar voru á siglingu með ferðafólk í skoðunarferð. Á fjórða tug til viðbótar slösuðust og níu þeirra voru lögð inn á sjúkrahús.

Furnas-vatn er uppistöðulón samnefndrar virkjunar í Minas Gerais-ríki í suðaustanverðri Brasilíu, rómað fyrir náttúrufegurð og vinsæll ferðamannastaður. Einn bátanna þriggja sökk þegar bjargið hrundi úr klettaveggnum og hinir tveir skemmdust mikið.

Upphaflega var greint frá því að fimm hefðu látist og allt að tuttugu saknað. Nokkru síðar fundust tvö lík til viðbótar og í ljós kom að öll nema þrjú þeirra sem saknað var reyndust heil á húfi. Þessi þrjú hafa nú fundist látin. Kennsl hafa enn ekki verið borin á öll sem fórust en vinna við það heldur áfram, að sögn yfirvalda. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV