Man Utd í 32 liða úrslit

epa09677701 Manchester United's Scott McTominay (C) celebrates with teammates after scoring the 1-0 goal during the English FA Cup third round soccer match between Manchester United and Aston Villa in Manchester, Britain, 10 January 2022.  EPA-EFE/Peter Powell EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Man Utd í 32 liða úrslit

10.01.2022 - 21:55
Manchester United komst í kvöld í 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta með 1-0 sigri á Aston Villa. Scott McTominay skoraði sigurmarkið á 8. mínútu en tvö mörk voru dæmd af Aston Villa.

Scott McTominay kom United yfir með glæsilegu skallamarki í fjörugum fyrri hálfleik þar sem jafnfræði var með liðunum. Aston Villa var þó betra liðið og skapaði fleiri færi án þess að skora en það breyttist í seinni hálfleik þegar gestirnir komu boltanum tvisvar í mark heimamanna. Danny Ings hélt að hann hefði jafnað í upphafi seinni hálfleiks en VAR-sjáin dæmdi brot í aðdragandanum og markið var því dæmt af sem þótti umdeildur dómur.

Danny Ings skoraði svo aftur á 59. mínútu en þá var hann réttilega dæmdur rangstæður. Mörkin urðu ekki fleiri og Man Utd er síðasta liðið til að tryggja sig áfram í 32 liða úrslit þar sem liðið mætir b-deildarliði Middlesbrough.