Djokovic: Glaður og þakklátur

epa09673953 A supporter of Serbian tennis player Novak Djokovic holds a photo during a protest of support in Belgrade, Serbia, 08 January 2022. Tennis world number one Novak Djokovic, currently staying at a hotel-turned-detention-center in Melbourne, is fighting his visa cancellation and pending deportation in a Federal Court challenge after his visa was revoked upon landing in Australia.  EPA-EFE/ANDREJ CUKIC
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Djokovic: Glaður og þakklátur

10.01.2022 - 14:57
Serbinn Novak Djokovic segist glaður og þakklátur að dómari í Melbourne hafi snúið við ákvörðun landamærayfirvalda í Ástralíu og hleypt sér inn í landið. Hann á þó enn yfir höfði sér brottvísun frá Ástralíu.

Djokovic tjáði sig um málið á twitter í dag, en annars hefur lítið heyrst frá honum sjálfum síðustu daga.

„Ég er glaður og þakklátur að dómarinn sneri við brottvísun minni. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst vil ég vera hér áfram og keppa á Opna ástralska meistaramótinu. Ég einbeiti mér að því. Ég flaug hingað til að keppa á einu mikilvægasta mótinu og fyrir framan frábæra áhorfendur,“ segir Djokovic.

Þótt dómarinn hafi í morgun tekið undir sjónarmið Djokovic að hann uppfyllti skilyrði þess að fá landgöngu í Ástralíu er málinu ekki lokið. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en ákvörðunar ráðherrans er að vænta á morgun.

Tengdar fréttir

Tennis

Engin endanleg ákvörðun í máli Djokovic í dag

Íþróttir

Djokovic hafði betur gegn ástralska ríkinu