Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Djokovic óbólusettur - Fékk aldrei loforð um inngöngu

epa09673953 A supporter of Serbian tennis player Novak Djokovic holds a photo during a protest of support in Belgrade, Serbia, 08 January 2022. Tennis world number one Novak Djokovic, currently staying at a hotel-turned-detention-center in Melbourne, is fighting his visa cancellation and pending deportation in a Federal Court challenge after his visa was revoked upon landing in Australia.  EPA-EFE/ANDREJ CUKIC
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Djokovic óbólusettur - Fékk aldrei loforð um inngöngu

09.01.2022 - 15:25
Dómsgögn í máli tennisspilarans Novak Djokovic staðfesta að Serbinn sé ekki bólusettur en það hafði Djokovic aldrei staðfest sjálfur. Lögfræðingar sem vinna í málinu gegn honum í Ástralíu segja að honum hafi aldrei verið lofað að læknisfræðileg undanþága myndi leyfa honum að koma inn í landið.

Frétt BBC um mál Djokovic vísar í dómsgögn í málinu sem hafa verið opinberuð. Serbinn hefur verið á sóttkvíarhóteli síðan hann lenti í Ástralíu í síðustu viku en honum hefur ekki verið hleypt inn í landið þar sem hann þótti ekki uppfylla skilyrði um undanþágu á bólusetningarskyldu ferðamanna þar. 

Málið er á dagskrá dómstóla í Ástralíu á morgun og þá ætti að koma í ljós hvort Djokovic fái tækifæri á að verja titil sinn á Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar eða hvort hann verður sendur heim til Serbíu með skottið á milli lappana. 

Fram að þessu hafði aldrei verið staðfest að Djokovic væri óbólusettur en hann hafði áður gefið út að hann væri á móti bólusetningum. Óljóst var í upphafi tímabils hvort hann myndi taka þátt á mótinu vegna þeirra reglna sem gilda um bólusetningar í landinu.  Í síðustu viku lagði hann þó af stað til Ástralíu með, að hann hélt, læknisfræðilega ástæðu fyrir því að vera ekki bólusettur. 

Sú ástæða var nýlegt kórónuveirusmit en Djokovic fékk jákvætt úr PCR-prófi þann 16. desember. Lögfræðingar innanríkisráðuneytis Ástralíu hafa hins vegar gefið út að ekkert bendi til þess að Djokovic væri að glíma við bráðan sjúkdóm í desember sem hefði komið í veg fyrir að hann gæti þegið bólusetningu. Eins kemur fram í máli lögfræðinganna að þeir sem ekki eru ástralskir ríkisborgarar geti aldrei verið örugglega lofað inngöngu í landið. 

Tengdar fréttir

Tennis

Djokovic ætlaði að fá undanþágu vegna nýlegrar sýkingar

Tennis

Ákvörðun tekin um brottvísun Djokovic á mánudag

Tennis

Enn drama hjá Djokovic - Neitað um inngöngu í Ástralíu

Tennis

Fær undanþágu frá bólusetningarskyldu á Opna ástralska