Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Prinsessu sleppt úr haldi eftir nærri 3 ára fangelsi

08.01.2022 - 22:07
epa05904722 Saudi Princess Basmah Bint Saud Al Saud attends a discussion entitled, 'Women Rising - the role of women in the Middle East', at the Middle East Institute (MEI) in Washington, DC, USA, 12 April 2017.  EPA/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA - RúV
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sleppt prinsessunni Basmah bint Saud og dóttur hennar úr haldi. Prinsessan hefur verið talsmaður kvenréttinda og takmörkunar á valdi konungsfjölskyldunnar.

Mæðgunar höfðu verið í haldi frá árinu 2019 án dóms og laga en mannréttindasamtök segja að prinsessunni hafi ítrekað verið neitað um nauðsynlega læknisþjónustu.

Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafa aldrei gefið út af hvað sökum mæðgurnar voru fangelsaðar. Marga gruni þó að það tengist gagnrýni prinsessunar á mannréttindabrot í landinu. Önnur kenningar að það tengist sambandi hennar við fyrrum krónprinsinn Mohammad Bin Nayef, sem er sagður sæta stofufangelsi.

Prinsessan er systir Mohammed bin Salman krónprins, eiganda enska knattspyrnuliðsins Newcastle. Þau eru börn fyrrum konungs Sádí-Arabíu, Saud bin Abdulaziz Al Saud, sem réði ríkjum í landinu frá 1953 til 1964.