Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.