Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Gos á Galapagos

08.01.2022 - 06:19
epa09672199 A handout photo made available by the Galapagos National Park shows the fire that advances after the eruption of the Wolf volcano, on the Isabela island of Galapagos, Ecuador, 07 January 2022. The Wolf volcano, located in the Ecuadorian archipelago of Galapagos, and where the pink iguanas live, unique in the world, began a new eruption process, the Galapagos National Park Directorate reported the morning of 07 January 2022.  EPA-EFE/Galapagos National Park HANDOUT (MANDATORY CREDIT) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Galapagos National Park
Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum Galapagos-þjóðgarðsins - sem nær yfir eyjarnar allar - er þeim 200 eðlum sem enn reika um Isabelu engin hætta búin af gosinu, þar sem þær séu allar í öruggri fjarlægð.

Eldsumbrotin eru um 100 kílómetra frá næsta byggða bóli svo mannfólkið er heldur ekki í bráðri hættu. Í tilkynningu á Facebooksíðu þjóðgarðsins í gær er greint frá því að gosmökkinn, sem teygir sig nokkra kílómetra til himins, leggi yfir óbyggðir á norðurhluta eyjunnar.

Fjallið er ein af sex dyngjum sem mynda Isabelu og rís rúma 1.700 metra úr sjó. Það gaus síðast árið 2015 og hafði þá legið í dvala í 33 ár.

Fréttin hefur verið uppfærð.