Tveimur næstu leikjum KR frestað

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Tveimur næstu leikjum KR frestað

07.01.2022 - 09:37
KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands hefur slegið tveimur næstu leikjum KR í Subway-deild karla á frest. Þetta er gert þar sem fjöldi leikmanna í liðunum eru ýmist í einangrun eða sóttkví vegna COVID-19.

Breiðablik og KR áttu að eigast við klukkan 18:15 í kvöld og svo var fyrirhugaðir leikur KR á útivelli við Val á mánudag. Báðum leikjum hefur nú verið frestað og unnið að því að finna nýja leiktíma. Að auki hefur tveimur leikjum Selfyssinga í 1. deild karla sem áttu að vera spilaðir um helgina verið frestað, sem og kvennaleik KR og Stjörnunnar í 1. deild kvenna.

Einn leikur er þó enn á dagskrá í Subway-deild karla í kvöld. Það er leikur Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn og bikarmeistara Njarðvíkur. Sú viðureign hefst klukkan 20:15.