Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær

This photo provided by the North Korean government shows what North Korea claims to be a new hypersonic missile launched from Toyang-ri, Ryongrim County, Jagang Province, North Korea, Tuesday, Sept. 28, 2021. North Korea said Wednesday, Sept. 29, 2021 it successfully tested the new hypersonic missile it implied was being developed as nuclear capable as it continues to expand its military capabilities while pressuring Washington and Seoul over long-stalled negotiations over its nuclear weapons. Independent journalists were not given access to cover the event depicted in this image distributed by the North Korean government. The content of this image is as provided and cannot be independently verified. Korean language watermark on image as provided by source reads: "KCNA" which is the abbreviation for Korean Central News Agency. (Korean Central News Agency/Korea News Service via AP)
 Mynd: AP - KCNA via KNS
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.

Flaugin skall í hafið austan Kóreuskaga að því er fram kemur í tilkynningunni en áhafnir skipa á svæðinu voru hvattar til að hafa varann á. Ekki var frekar greint frá smáatriðum varðandi eldflaugaskotið.

Á þeim áratug sem liðinn er frá því Kim Jong-Un komst til valda hafa orðið stórstígar framfarir varðandi tæknibúnað norðurkóreska hersins. Það hefur hins vegar leitt af sér að ríkið sætir þungum alþjóðlegum viðskiptaþvingunum.

Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur efnahagsástandið í landinu orðið bágbornara en áður og hafa mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af því að hungursneyð kunni að vera yfirvofandi.

Kim Jong-Un kvaðst í áramótaávarpi staðráðinn í að treysta hernaðarmátt Norður-Kóreu enn frekar en nefndi Bandaríkin ekki einu orði. Sömuleiðis lagði hann áherslu á fæðuöryggi og framþróun.

Á nýliðnu ári greindu norðurkóresk stjórnvöld frá tilraunum með nýja gerð kafbátaskotflaugar, langdrægar stýriflaugar og hljóðfráa kjarnorkuflaug.

Enn er allt í járnum varðandi samningaviðræður Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu en fulltrúar ríkjanna hafa ekki rætt saman frá því að Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti og Kim hittust árið 2019.

Joe Biden núverandi forseti kveðst reiðubúinn til viðræðna við Norður-Kóreu en setur kjarnorkuafvopnun sem skilyrði. Stjórnvöld í Pyongyang hafna þeim kröfum alfarið.