Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Alelda sumarbústaður látinn brenna niður í nótt

04.01.2022 - 06:41
Mynd með færslu
 Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í sumarbústað við Elliðavatn. Þetta segir í færslu frá slökkviliðinu á Facebook.

Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Var sú ákvörðun tekin að láta bústaðinn brenna niður en vernda gróður í kring þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða.

Alls fór slökkviliðið í 121 sjúkraflutning síðasta sólarhring og sex útköll á dælubílum, segir í færslunni.

Þórgnýr Einar Albertsson