Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu

epa09661262 Heath workers wear personal protective equipment (PPE) at a private hospital for Covid-19 patients in Bangalore, India, 31 December 2021. India reported over 1,300 cases of coronavirus Omicron variant so far.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.

Niðurstöður sex vísindarannsókna eru að omíkron skaði lungu manna minna en delta og önnur afbrigði. Fjórar þessara rannsókna voru birtar eftir jól. Greinarnar bíða enn ritrýni að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.

Deenan Pillay, prófessor í veirufræði við University College í Lundúnum, segir að stökkbreytingar í afbrigðinu breyti getu þess til að smita ólíkar gerðir frumna.

Omíkron fjölgi sér frekar í efri öndunarvegi en lungum sem verði til það reynist meira smitandi en um leið hættuminna. Pillay áréttar að þetta séu bráðabirgðaniðurstöður en vísbendingarnar séu mjög ákveðnar.

Rannsókn veirufræðideildar háskólans í Liverpool, sem birt var annan dag jóla, sýnir meðal annars að tilraunamýs fengu vægari lungnabólgu og jöfnuðu sig hraðar af omíkron en bæði af delta og upprunalegri gerð veirunnar.

James Stewart, sem er prófessor við deildina, segir að það séu góð tíðindi en varar fólk þó við að sleppa fram af sér beislinu. Alvarleg hætta steðji enn að þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Þá liggi fyrir að fólk hafi látist af völdum omíkron. Því geti ekki allir rifið af sér grímuna og haldið veislu.