Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa kvartað yfir magaverkjum. Að sögn brasilískra fjölmiðla er talið að garnastífla hrjái forsetann. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að leggjast inn á sjúkrahús frá því að hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2018.