Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Brasilíuforseti á sjúkrahúsi

03.01.2022 - 13:17
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa kvartað yfir magaverkjum. Að sögn brasilískra fjölmiðla er talið að garnastífla hrjái forsetann. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að leggjast inn á sjúkrahús frá því að hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2018.

Í júlí var Bolsonaro lagður inn á sjúkrahús með óstöðvandi hiksta. Fjölmiðlar greindu þá frá því að hann kynni að þurfa að fara í skurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. 

Bolsonaro sækist eftir endurkjöri í forsetakosningum í október. Talið er að helsti keppinautur hans um embættið verði frambjóðandi Verkamannaflokksins, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu.