Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

795 smit innanlands í gær

03.01.2022 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
795 greindust með covid innanlands í gær og 84 greindust á landamærunum, samtals 879 smit. Næstum átta þúsund eru í einangrun með covid og ríflega sex þúsund í sóttkví. Meira en helmingur þeirra sem greindust innanlands í gær var ekki í sóttkví.

Þetta kemur fram á covid.is. Nýgengi er nú 2.544 smit á hverja 100 þúsund íbúa, og hefur aldrei verið hærra. Þessi bylgja faraldursins er enn í vexti.

 
alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV