Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Enn er þúsundum flugferða aflýst

Planes sit on the tarmac at Sea-Tac International Airport after service was halted after an Alaska Airlines plane was stolen Friday, Aug. 10, 2018, in Wash. An airline mechanic stole an Alaska Airlines plane without any passengers and took off from Sea
 Mynd: AP
Minnst 3.600 flugferðum var aflýst víðs vegar um heim í dag vegna mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þar af áttu um 2.100 flugferðir að fara frá bandarískum flugvelli.

Erfið hátíð fyrir flugfélög

Þetta kemur fram á vefnum FlightAware þar sem fylgst er með flugi á heimsvísu. Enn fleiri flugferðum var svo frestað en ekki aflýst, eða rúmlega 6.400.

Gríðarmörgum flugferðum hefur verið ýmist frestað eða aflýst síðustu daga og vikur. Minnst 6.300 ferðum var aflýst á aðfangadag og jóladag.

Mikill fjöldi flýgur venjulega um hátíðirnar ár hvert en vegna hraðrar útbreiðslu omíkron-afbrigðisins hefur kórónuveirusmitum fjölgað ört og því hafa flugfélög neyðst til að fresta eða aflýsa ferðum, meðal annars vegna smita hjá starfsfólki.

Staðan verst í Bandaríkjunum

Ástandið er, eins og áður segir, sérstaklega slæmt í Bandaríkjunum. Flugfélögin SkyWest og SouthWest aflýstu hvort um sig fleiri en 400 flugferðum. Starfsfólk neitaði margt að taka aukavaktir vegna ótta við að smitast.

Alls greindust 346.689 með veiruna þar í landi í gær. 828.562 Bandaríkjamenn hafa nú látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins.

Þórgnýr Einar Albertsson