Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Allmargar tilkynningar um eld í gær og nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust allmargar tilkynningar um eld í gærkvöld og í nótt.

Það logaði í gróðri en einnig þurfti að slökkva í ruslagámum og þaki. Oft var þó búið að slökkva elda þegar björgunarlið bar að en varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að um átján skýrslur liggi eftir nóttina. 

Það sé þó afar lítið í samanburði við nýjársþótt þegar allt tiltækt slökkvilið var á þönum víða um höfuðborgarsvæðið. 

Nokkar tilkynningar bárust lögreglu um að börn og unglingar væru að fara óvarlega með flugelda, í einu tilfelli var reynt að skjóta inn um kattalúgu á heimili og í Kópavogi sprakk flugeldur innandyra í stigahúsi. Engin slys urðu á fólki en talið er að um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Umferðaróhapp varð í Efra-Breiðholti en ökumaður og farþegi reyndu að komast undan á flótta. Lögregla hafði hendur í hári fólksins skömmu síðar. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV