
Gríðarmiklir gróðureldar geisa í Colorado-ríki
Miklir þurrkar hafa ríkt á svæðinu um langa hríð. Joe Pelle, lögreglustjóri í Boulder-sýslu, sagði umfang eldanna og ákefð það verulega á þéttbýlu svæði að hann óttaðist um afdrif íbúanna.
Þúsundir hafa flúið undan eldhafinu sem breiðist hratt út enda er ofsaveður á svæðinu. Talið er að sterkar vindhviður hafi fellt rafmagnsmöstur með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Hvassviðrið gerir slökkviliðsmönnum á jörðu niðri erfitt fyrir og ómögulegt er að koma flugvélum á loft.
Genuinely hard to believe this is happening in late December in Boulder, CO. But take a record warm & dry fall, only 1 inch of snow so far this season, & add an extreme (100mph+) downslope windstorm...and extremely fast moving/dangerous fires are the result. #COwx #MarshallFire pic.twitter.com/rd7L3JOFI8
— Daniel Swain (@Weather_West) December 30, 2021
Daniel Swain, veðurfræðingur við Kaliforníuháskóla, segir ótrúlegt að hugsa til þess eldar geisi á þessu svæði í desember. Það sé afar fátítt en hann segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt og snjólétt. Þegar við bætist gríðarlega hvass vindur geti gróðureldar kviknað.