„Það er bara nokkuð góð spá fyrir gamlársdag. Það er austlæg átt, frekar hæg, víða bjart veður en svolítið hvasst með suðurströndinni og einhver smá él með suður- og austurströndinni. En annars bara eiginlega úrkomulaust og víða bara nokkuð bjart og fallegt veður,“ segir Þorsteinn.
Heldurðu að það sé líklegt að veðrið hérna á höfuðborgarsvæðinu verði þannig að hér myndist mikill mökkur og flugeldarnir sjáist ekki?
„Ég held ekki. Ég held að það verði næg austanáttin til þess að feykja menguninni á haf út. En það er frekar leiðinleg veðurspá fyrir nýársdag. Það er vaxandi norðaustanátt, stormur, snjókoma og skafrenningur víða þegar líður á daginn og ekkert ferðaveður. Þeir sem hyggjast ferðast milli landshluta: Það væri betra að fresta því fram á sunnudag. Þá er spáin betri,“ segir Þorsteinn.
Finnst þér líklegt að það verði sett gul viðvörun fyrir nýársdag?
„Já, gul eða jafnvel appelsínugul. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Þorsteinn.
Þannig að þú ræður fólki um allt land frá því að fara milli landshluta á nýársdag?
„Já, á nýársdag. Ef hægt er að fresta ferðalögum, þá er betra að bíða til sunnudags,“ segir Þorsteinn.