Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,6

27.12.2021 - 08:33
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð á Reykjanesskaga klukkan 8:25 í morgun. Upptök skjálftans voru um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Ríflega eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en þetta er sá fyrsti yfir þremur að stærð. Í gærkvöldi mældust tveir skjálftar, 3,4 og 3,2 með tuttugu mínútna millibili.

Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við nýtt mat á stærð skjálftans.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV