
Konur sviptar ferðafrelsi í Afganistan
Fréttastofa Al Jazeera greinir frá.
Tilskipanin var send til ferðaþjónustu fyrirtækja í landinu, þar sem þeim er bent á að þjónusta ekki konur sem ætli sér að ferðast langa vegalengd án karlkyns ættingja.
Mannréttindi kvenna í ríkinu hafa farið síversnandi eftir valdtöku Talíbana, sem knýja nú fram hverja lagabreytinguna á fætur annarri. Talíbanar hafa komið á fór sérstöku Ráðuneyti dyggða og forvarna gegn löstum, sem gaf einnig út í vikunni að konur mættu ekki nota almenningssamgöngur nema að vera með höfuðslæðu.
Frá valdtökunni hefur konum víða verið meinað að sinna störfum í opinberri stjórnsýslu og konum ekki gefinn kostur á menntun.
Alþjóðlegu samtökin Human Rights Watch segja tilmælin færa konur nær því að vera fangelsaðar á heimilum sínum. „Tilskipanin hreinlega færir konur nær því að vera fangar. Hún sviptir þær ferðafrelsi, frelsi til þess að sinna erindum í öðrum borgum, sinna vinnu eða að forða sér ef þær sæta ofbeldi á heimili sínu“ hefur AFP eftir forstjóra Human Rights Watch.