Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Desmond Tutu látinn

26.12.2021 - 07:41
epa09656970 (FILE) - Former South African Anglican Archbishop Desmond speaks during the launch of the book 'Tutu: The Authorised Portrait' at the St Georges Cathedral in Cape Town, South Africa, 06 October 2011 (reissued 26 December 2021). Desmond Tutu has died aged 90, the South African presidency said on 26 December 2021. As a leading spokesperson for the rights of black South Africans, Tutu in 1984 received the Nobel Prize for Peace for his role in the opposition to apartheid in South Africa.  EPA-EFE/NIC BOTHMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Desmond Tutu friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup í Suður-Afríku er látinn, 90 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku á seinni hluta síðustu aldar og fyrir önnur mannréttindamál.

Þegar Nelson Mandela tók við forsetaembætti í Suður-Afríku árið 1994 fékk Desmond Tutu það hlutverk að leiða sérstaka Sannleiks- og sáttanefnd sem rannsakaði mannréttindabrot á tímum aðskilnaðarstefnunnar en nefndin hafði einnig það hlutverk að sætta stríðandi fylkingar í landinu.

Tutu hlaut friðarverðlaun Nobels árið 1984 fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Sama ár varð hann fyrsti svarti biskupinn í Jóhannesarborg. Hann kallaði eftir því að viðskiptabann yrði sett á stjórn hvíta minnihlutans í landinu.

Á síðari árum gerðist Tutu ötull talsmaður dánaraðstoðar. Í aðsendri grein í Washington Post árið 2016 skrifaði hann að fólk á dánarbeðinum ætti að fá að ráða því sjálft hvernig og hvenær það deyr. Um það leyti sem hann sendi frá sér greinina var hann reglulega sendur á sjúkrahús vegna ítrekaðra sýkinga sem tengdust krabbameini í blöðruhálskirtli, sem hann greindist með árið 1997.

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV