Yfir 11.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í Bahia-ríki í Norðaustur-Brasilíu sökum mikilla flóða á síðustu vikum. Yfirvöld eiga í vandræðum með að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til fólksins og enn hefur ekki tekist að koma rúmum þriðjungi þess í öruggt skjól. Ausandi rigning hefur verið í stórum hluta Bahia-ríkis síðan í nóvember og flóðin sem hún veldur hafa þegar orðið 17 manns að fjörtjóni, samkvæmt upplýsingum almannavarna í landinu.